FréttirHafnarsókn

Skráning í aftansöng í Hafnarkirkju 2021

Vegna samkomutakmarkanna hafa prestar og sóknarnefnd Hafnarsóknar brugðið á það ráð að biðja fólk um að skrá sig hafi það hug á því að koma til messu á aðfangadag kl. 18:00.

Þetta er ekki auðveld ákvörðun en vonandi sú rétta. Breytist sóttvarnarreglur þann 22. desember munu prestar endurskoða hvort þörf sé á skráningu eða hvort fella þurfi niður messuna, en vonandi mun ekki koma til þess.

Fari svo að skráningin verði það mikil og prestar sjái fram á að þurfa hólfaskipta kirkjunni þá verður haft samband við þá sem hafa skráð sig og þau beðin um að fara í hraðpróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir þegar hólfaskipta þarf rýmum.

Prestar og starfsfólk vilja biðja væntanlega kirkjugesti að koma með grímur til messu en mega taka hana niður ef nándarmörkum er haldið, þ.e.a.s. einn metri í næsta óskylda kirkjugest.

Við viljum biðja fólk um að smella hér til að fylla út skráningarformið

Einnig er hægt að fylla út formið hér fyrir neðan.