All posts by Prestarnir skrifa

Andlátsfregn

Þann 13. janúar s.l. andaðist á hjúkrunarheimilinu Ingibergur Sigurðsson frá Hvammi í Lóni.  Hann var á 90. aldursári.  Guð blessi minningu hans.  Útför Ingibergs verður gerð frá Hafnarkirkju laugardaginn 19. janúar kl. 13:00.  Greftrað verður í Stafafellskirkjugarði.

Skírnarskipunin og sálmur

Búið var að lofa ykkur skírnarskipuninni hér á vefinn og hún er hér:

Jesús segir: “Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég með yður alla daga allt til enda veraldar.” (Matt. 28. 18 – 20)

 

Svo er hér Youtube hlekkur á annan sálminn sem þið þurfið að kunna, ég á því miður ekki hinn sálminn sunginn.
http://www.youtube.com/watch?v=IwR15RRpevM

MInningarkort

Heyrst hefur að fólk hefur verið að velta fyrir sér hvar sé hægt að nálgast minningarkort kirknanna í prestakallinu.

Hægt er að fá minningarkort á eftirfarandi stöðum

Minningarkort Hafnarkirkju:

Sport-X Miðbæ, sími 478-1966

Ástríður Sveinbjörnsdóttir (Ásta Sveinbjörns) í Landsbankanum

Guðrún Þorsteinsdóttir (Gunna Steina) í Landsbankanum

 

Minningarkort Bjarnaneskirkju:

Valgerður Gunnarsdóttir á Stapa, sími 478-1454

Halldóra Ingólfsdóttir í Efnalaug Dóru, sími 478-2216

Andlátsfregn

Að morgni hins 3. janúar s.l. lést Hulda Sigurðardóttir á heimili sínu.  Hulda fæddist í Haga hér á Höfn þann 4. mars 1931.  Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 12. janúar n.k. kl. 14:00.

Andlátsfregnir

Að morgni aðfangadags jóla andaðist Tryggvi Sigurðsson frá Fagurhólsmýri á hjúkrunarheimilinu.  Tryggvi var á 82. aldursári þegar hann lést.  Útför hans verður gerð frá Hofskirkju laugardaginn 5. janúar kl. 14:00

Þann 26. desember andaðist Halldóra Gísladóttir á hjúkrunarheimilinu en hún var 85 ára.  Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 29. desember kl. 14:00

Þorláksmessa í Hafnarkirkju

Hafnarkirkja verður opin á Þorláksmessu milli kl. 16:00 og 18:00.  Þar verður boðið upp á kaffi og góðgæti.  Tekið verður á móti framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar og friðarkertin verða til sölu.  Þá koma góðir gestir í heimsókn.  Kl. 16:00 koma þau Guðlaug Hestnes og Gunnar Ásgeirsson og leika fjórhent á píanó og kl. 17:00 koma þeir Harmonikkubræður og leika jólalögin sín.  Komum í Hafnarkirkju á Þorláksmessu og eigum saman notalega stund.

Andlátsfregn

Jón Páll Pálsson frá Svínafelli í Öræfum er látinn 83 ára að aldri. Hann dvaldi síðustu árin á Klausturhólum, hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri.  Þar lést hann þann 8. desember.  Útför Jóns Páls fer fram frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 15. desember kl. 14:00.