Category Archives: Brunnhólssókn

Markverðast á árinu 2014

Nú er árið 2014 á enda og nýtt ár hafið. Við tímamót líkt og áramót eru er áhugavert að líta aftur og skoða hið liðna ár, hvað var markverðast og minnistæðast.

Í Bjarnanesprestakalli var nóg um að vera. Messur, guðsþjónustur og aðrar helgar stundir voru fjölmargar og þökkum við öllum þeim sem komu til kirkju og tóku þátt í athöfnunum. Fjölmargar aðrar athafnir fóru fram og hér má sjá tölulegar útskýringar á þeim.

  • Útfarir á árinu 2014 voru fimm talsins.
  • Prestar prestakallsins skírðu 31 barn og er það einu fleira en frá árinu áður.
  • Fermd voru 31 barn í fimm kirkjum.
  • Hjónavígslur framkvæmdar af prestum prestakallsins voru fimm.
Sigurgeir-jonsson
Sigurgeir með nikkuna í Hofskirkju.

Undanfarin ár hefur Krístin oganisti sem hefur séð um tónlist í öllum kirkjum í prestakallinu nema í Hofskirkju í Öræfum en það hefur Sigurgeir Jónsson frá Fagurhólsmýri séð um leik á orgelið í flestum þeim athöfnum sem hafa verið í sveitinni. Það urðu því tímamót þegar Sigurgeir ákvað að hætta í byrjun ár sem organisti í Hofskirkju eftir áratuga starf vegna aldurs. Hann á það þó til að grípa í nikkuna þegar hann er beðinn fallega. Sigurgeiri er þakkað kærlega fyrir hans störf í þágu kirkjunnar og safnaðarnis í Öræfunum.

Nú þegar nýtt ár er hafið bíða spennandi verkefni og það stefnir í gott ár. Prestar, starfsfólk og sóknarnefndir minna svo á að það eru allir velkomnir til kirkju og einfaldast er að fygljast með hægra megin hér á síðunni hvenær næstu athafnir verða.

Messutímar um jól og áramót

Um jólin verða prestarnir á ferð og flugi því það vera messur í öllum kirkjum prestakallsins. Hér fyrir neðan má sjá dag- og tímasetningar á messunum og auðvitað eru allir velkomnir.

Hafnarkirkja

– Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00

– Hátíðarguðsþjónusta á aðfangadag kl. 23:30

– Aftansöngur á gamlársdag kl. 18:00

Stafafellskirkja

– Hátíðarguðsþjónusta 27. des. kl. 13:00

Brunnhólskirkja

– Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 16:00

Hofskirkja

– Hátíðarguðsþjónusta á 2. jólum kl. 14:00

Kálfafellsstaðarkirkja

– Hátíðarguðsþjónusta á 2. jólum kl. 16:00

Bjarnaneskirkja

– Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14:00

Hoffellskirkja

– Hátíðarguðsþjónusta 28. des kl. 14:00

Þrjár aðventustundir um helgina

Núna um helgina verða þrjár aðventustundir.

Á föstudaginn kl. 16:15 verður ljúf og þægileg aðventustund í Hofskirkju í Öræfum þar sem skólakrakkar úr sveitinni verða í aðalhlutverkum með spili og söng. Gestaspilarar verða þeir Heiko Buxel frá Skotlandi og Sigurgeir Jónsson frá Fagurhólsmýri, munu þeir báðir spila á harmonikku. Hugvekju flytur Ólafur Sigurðsson í Svínafelli. Eftir athöfn verða kaffiveitingar í Hofgarði.

Á sunnudaginn kl. 14:00 verður ljúf aðventustund í Brunnhólskirkju. Sungnir verða jólasöngvar og sálmar og mun Sigurður Hannesson frá Hólabrekku flytja hugvekju.

Aðventustund í Kálfafellsstaðarkirkju verður svo kl. 16:00 á sunnudaginn. Stefnt verður að Suðursveitungar og aðrir gestir eigi notalega stund saman þar sem sungin verða jólalög og textar lesnir.

Allir eru velkomnir á þessar aðventustundir og er þetta góð leið til að ýta undir jólaskapið.

Hvað var um að vera í prestakallinu í júlí

Sumarið hefur staðið sem hæst þó veðrið hafi ekki verið hið besta en við kvörtum ekki. Júlí mánuður hefur ekki farið í sumarfrí hjá prestunum því messur voru um hverja helgi í mánuðinum í prestakallinu. Messur voru í Hafnarkirkju, Bjarnaneskirkju, Brunnhólskirkju og Kálfafellsstaðarkirkju en í þessi síðastnefndu var Ólafsmessa.

Ólafsmessa er orðin fastur liður í sumarmessum prestakallsins og um leið menningarlífi sveitarfélagsins. Í ár voru það Þórdís Sævarsdóttir söngkona frá Rauðabergi á Mýrum, Ingólfur Steinsson listamaður frá Seyðisfirði sem á ættir sínar að rekja að Kálfafelli í Suðursveit og Óskar Guðnason tónlistarmaður sem sungu lög Óskar Guðnasonar við texta Kristínar Jónsdóttur frá Hlíð.

Fyrir utan messur voru nokkur börn skírð. Enginn var jarðsettur í mánuðinum.

Skírn
– Ragnar Sveinn
Foreldrar: Sindri og Fanney Björg

–  Anna Margrét
Foreldrar: Lilja Rós og Óskar

– Aðalsteinn Ómar
Foreldri: Lilja Rós

Gifting
Katrín Soffía og Jón Kristófer

Kirkjur Íslands komið út

Fyrir stuttu kom út nýtt bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands. Í þessari ritröð er fjallað um friðaðar kirkjur um allt land þar sem horft er sérstaklega til byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu.

Í þessu bindi eru teknar fyrir kirkjur á Suður og Suðausturlandi og eigum við í Bjarnanesprestakalli fjórar kirkjur. Þessar kirkjur eru Stafafellskirkja, Brunnhólskirkja, Kálfafellsstaðarkirkja og Hofskirkja. Margar áhugaverðar og skemmtilegar lýsingar koma þar fram um kirkjurnar og eru því allir hvattir til að líta í þessa fallegu bók.