Category Archives: Hofssókn

Hvað var um að vera í prestakallinu í maí

Maí fékk að rúlla nokkuð vel í prestakallinu en stærsti viðburðurinn varí lok mánaðarins þegar fermd voru 6 börn. Í byrjun mánaðarins komu til okkar færeyskir trúboðar og voru með skemmtun í Hafnarkirkju og var mætingin frábær. Haldin var fjökslylduguðsþjónusta með video og annarri skemmtun fyrir börnin. Engin útför var þennan mánuðinn né skírn en hjónavígsla var ein.

Hvað var um að vera í prestakallinu frá janúar til apríl

Það er langt síðan greint var frá því sem hefur verið um að vera í prestakallinu. Þar er ýmislegt sem spilar inn í eins og hökkuð heimasíða.

Margt hefur gerst í prestakallinu það sem af er árinu. Það hafa verið athafnir af öllu tagi á þessum tíma. Messur hafa verið reglulega þessa mánuði og má geta þess að um páskana var messað alls 13 sinnum á átta dögum. Í messunum kringum páskana voru alls fermd 19 börn. Á þessum mánuðum voru einnig tvær hjónavígslur.

Útfarir
– Guðrún Bergsdóttir
– Álfheiður Magnúsdóttir
– Fjóla Rafnkelsdóttir
– Hugi Einarsson
– Sigrún Bergsdóttir

Skírn
– Tístran Blær
Foreldrar: Kjartan og Tipvipa
– Urður
Foreldrar: Gunnar Stígur og Fríður Hilda

Messur og guðsþjónustur um páskana

Það er ekki hægt að segja annað en það verði nóg um að vera í prestakallinu um páskana eins og undanfarin ár. Það verða fermingar, hátíðarguðsþjónustur og -messur. Hér fyrir neðan má sjá dagskránna sem bíður ykkar.

Hafnarkirkja
Kyrrðarstund á föstu miðvikudaginn 1. apríl kl. 18:15
Messa á skírdagskvöld kl. 20:00
Guðsþjónusta á föstudaginn langa kl. 13:00
Hátíðarmessa á aðfangadag páska 4. apríl kl. 11:00 – Ferming
Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 9:00

Hoffellskirkja
Hátíðarmessa á aðfangadag páska 4. apríl kl. 14:00 – Ferming

Kálfafellsstaðarkirkja
Hátíðarmessa á skírdag 2. apríl  kl. 13:00

Bjarnaneskirkja
Hátíðarmessa á páskadag kl. 13:00 – Ferming

Hofskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á  páskadag kl. 16:00

Stafafellskirkja
Hátíðarmessa á annan páskadag 6. apríl kl. 13:00 – Ferming

Brunnhólskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á annan páskadag 6. apríl kl. 16:00

Vinir í bata – 12 spora kerfið byrjar í Hafnarkirkju

Boðið verður upp á Tólf spora starf í Hafnarkirkju og eru kynningarfundir helgina 20. feb. – 22. feb. Allir eru hvattir til að koma og kynna ykkur þetta starf, sem hefur gefið mörgum svo mikið. Sr. Stígur (stigur.reynisson@kirkjan.is) og Sveinbjörg (sveinbjörg7@talnet.is) munu leiða starfið í vetur

Fyrsti fundur verður föstudaginn 20. febrúar  kl 17:00 og þá gefst tækifæri til að kynna sér hvernig 12 sporin eru unnin.

Fundirnir verða vikulega og á fyrstu þremur fundunum sem eru öllum opnir er unnið með kynningarefnið sem leiðir smátt og smátt inn í sjálfa 12 spora vinnuna.  Á 4. fundi 27. febrúar er hópunum lokað og ekki fleirum bætt við.

Kirkjan býður þátttakendum upp á þetta starf þeim að kostnaðarlausu.

Tólf spora bati er aðferð sem er hvorki á ábyrgð neins trúarhóps né safnaðar. Samt sem áður finna margir sem nota efnið að það samræmist þeirra eigin andlegu þörfum og trú. Það hefur engin opinber trúartengsl.

Það er samt sem áður aðferð sem hjálpar okkur að enduruppgötva og dýpka andlega þáttinn í okkur sjálfum.

Við komumst líka að raun um það í Tólf spora vinnunni að okkar andlega hlið er mikilvæg. Við lærum að lifa lífinu samkvæmt leiðsögn Guðs, okkar Æðri máttar. Við verðum þess meðvituð að kvíðinn eða örvæntingin sem við finnum fyrir, er afleiðing þess að við horfum framhjá eða höfnum samfélagi við okkar æðri mátt.

Markverðast á árinu 2014

Nú er árið 2014 á enda og nýtt ár hafið. Við tímamót líkt og áramót eru er áhugavert að líta aftur og skoða hið liðna ár, hvað var markverðast og minnistæðast.

Í Bjarnanesprestakalli var nóg um að vera. Messur, guðsþjónustur og aðrar helgar stundir voru fjölmargar og þökkum við öllum þeim sem komu til kirkju og tóku þátt í athöfnunum. Fjölmargar aðrar athafnir fóru fram og hér má sjá tölulegar útskýringar á þeim.

  • Útfarir á árinu 2014 voru fimm talsins.
  • Prestar prestakallsins skírðu 31 barn og er það einu fleira en frá árinu áður.
  • Fermd voru 31 barn í fimm kirkjum.
  • Hjónavígslur framkvæmdar af prestum prestakallsins voru fimm.
Sigurgeir-jonsson
Sigurgeir með nikkuna í Hofskirkju.

Undanfarin ár hefur Krístin oganisti sem hefur séð um tónlist í öllum kirkjum í prestakallinu nema í Hofskirkju í Öræfum en það hefur Sigurgeir Jónsson frá Fagurhólsmýri séð um leik á orgelið í flestum þeim athöfnum sem hafa verið í sveitinni. Það urðu því tímamót þegar Sigurgeir ákvað að hætta í byrjun ár sem organisti í Hofskirkju eftir áratuga starf vegna aldurs. Hann á það þó til að grípa í nikkuna þegar hann er beðinn fallega. Sigurgeiri er þakkað kærlega fyrir hans störf í þágu kirkjunnar og safnaðarnis í Öræfunum.

Nú þegar nýtt ár er hafið bíða spennandi verkefni og það stefnir í gott ár. Prestar, starfsfólk og sóknarnefndir minna svo á að það eru allir velkomnir til kirkju og einfaldast er að fygljast með hægra megin hér á síðunni hvenær næstu athafnir verða.

Messutímar um jól og áramót

Um jólin verða prestarnir á ferð og flugi því það vera messur í öllum kirkjum prestakallsins. Hér fyrir neðan má sjá dag- og tímasetningar á messunum og auðvitað eru allir velkomnir.

Hafnarkirkja

– Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00

– Hátíðarguðsþjónusta á aðfangadag kl. 23:30

– Aftansöngur á gamlársdag kl. 18:00

Stafafellskirkja

– Hátíðarguðsþjónusta 27. des. kl. 13:00

Brunnhólskirkja

– Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 16:00

Hofskirkja

– Hátíðarguðsþjónusta á 2. jólum kl. 14:00

Kálfafellsstaðarkirkja

– Hátíðarguðsþjónusta á 2. jólum kl. 16:00

Bjarnaneskirkja

– Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14:00

Hoffellskirkja

– Hátíðarguðsþjónusta 28. des kl. 14:00

Myndir frá aðventustundum

Núna á aðventunni hafa farið fram aðventustundir í nokkrum kirkjum en því miður hefur þurft að fella niður tvær stundir vegna veðurs. Stundirnar hafa verið þægilegar og ljúfar þar sem söngur er í forgrunni. Teknar voru nokkrar myndir sem má sjá hér fyrir neðan. Einnig má minnast á myndasíðuna okkar sem er finna hér á síðunni með því að smella á flipan Myndasíða lengst til hægri og á flickr.com

Aðventustundir 2014

Flickr Album Gallery Powered By: WP Frank