Andlátsfregn

Jón Páll Pálsson frá Svínafelli í Öræfum er látinn 83 ára að aldri. Hann dvaldi síðustu árin á Klausturhólum, hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri.  Þar lést hann þann 8. desember.  Útför Jóns Páls fer fram frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 15. desember kl. 14:00.

Vantar aðstoð

Núna vantar okkur ykkar hjálp. Á myndasíðu Bjarnanesprestakalls er verið að setja inn gamlar myndir úr prestkallinu. Við þekkjum einhverja á þessum myndum en ekki alla. Því leitum við til ykkar að hjálpa okkur með nöfn. Ef farið er inná myndasíðuna sem er að finna á www.flickr.com/bjarnanesprestakall þá er myndasafn hægra megin sem heitir Gamlar og góðar, sem og annað myndasafn sem heitir Skaftfellinamessa. Þar er hægt að skoða myndirnar og ef þið eru með aðganga að flickr þá má skrifa ummæli við myndirnar. Í ummælaboxið megið þig endilega skrifa nöfn þeirra sem eru á myndunum og ef þið eruð ekki með aðgang þá má senda póst á bjarnanesprestakall@bjarnanesprestakall.is

Útför

Næstkomandi laugardag 17. nóvember kl. 14:00 fer fram útför Sigurgeirs Ragnarssonar (Sigga á Grund) í Bjarnaneskirkju.  Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Laxá.

Gamlar og góðar

Nýjum myndum hefur verið bætt við á myndasíðuna okkar á Flickr. Myndir af Hoffellskirkju er komnar undir myndasafnið Kirkjurnar í prestakallinu en einnig er komið nýtt myndasafn þar sem birtar verða gamlar og góðar myndir úr starfi Bjarnanesprestakalls.

Slóðina er að finna hér hægra megin á síðunni eða á slóðinni http://www.flickr.com/photos/bjarnanesprestakall/

Ef þið eigið einhverjar myndir sem hafa  verið teknar úr starfi prestakallsins síðustu ár og áratugi megið þið endilega senda þær ábjarnanesprestakall@bjarnanesprestakall.is

Allra heilagra messa – 1. nóvember

Allra heilagra messa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað er til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist.

Allra heilagra messa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770, eða rúmum 200 árum eftir upphaf siðaskipta.

Þetta er messudagur þeirra heilagra manna sem ekki hafa sérstakan messudag. Allra heilagra messa er í sívaxandi mæli að verða minningardagur um þau sem gengin eru á undan okkur. 

Á allra heilagra messu þann 1. nóvember verður guðsþjónusta í Hafnarkirkju kl. 20:00 sem er sérstaklega helguð minningu látinna og einkum þeirra sem látist hafa á undangengnu ári. Aðstandendum og öllum þeim sem misst hafa er boðið að koma og eiga friðsæla, íhugunar-, bæna- og minningastund.

Í messunni verður fjallað um merkingu þessa helgidags. Þá verður sérstaklega beðið fyrir þeim sem létust síðastliðið ár og nöfn þeirra nefnd. Ef óskað er eftir að aðrir sem látnir eru verði nefndir og sérstaklega beðið fyrir þeim er það auðvitað velkomið. Beiðnum um það má koma til sr. Sigurðar í síma 894 3497 eða sr. Stígs í síma 862 6567, eða á netfangið bjarnanesprestakall@bjarnanesprestakall.is

Sálmar sem á að læra í fermingarfræðslu – lög

Til að auðvelda lærdóminn á sálmunum var talað við Samkórinn og þau sungu fyrir okkur sálmana inná upptökutæki og núna er þetta komið á Youtube.

Sálmana sem á að kunna fyrir áramót eru sálmur 56 sem heitir Son Guðs ertu með sanni og sálmur 367 sem heitir Eigi stjörnum ofar.

Son Guðs ertu með sanni: https://www.youtube.com/watch?v=VMM9lsurgiY

Eigi stjörnum ofar: https://www.youtube.com/watch?v=t0CB0sgEnRA

Textana finnið þið á heimasíðu sálmabókarinnar og tengillinn á síðuna er hér hægra megin.

Kórinn tók einnig upp lag fyrir okkur sem á að læra eftir áramót sem heitir Ó, blíði Jesús, blessa þú og er númer 252. Ef þið viljið læra hann strax þá er hægt að finna hann hér: https://www.youtube.com/watch?v=IwR15RRpevM

En munið !! Þið þurfið ekki að kunna að syngja sálmana bara kunna textana, lögin er bara til að hjálpa ykkur að læra þessa texta. En ef þið viljið þá megið þið syngja þá.

Nýjar myndir – framkvæmdir og kirkjur

Eins og margir hafa tekið eftir þá hafa staðið yfir framkvæmdir við nýjan kirkjugarð. Á myndasíðu prestakallsins má sjá myndir af framgangi verksins. Eins og sjá má á myndunum er kominn gríðarlega fallegur grjótveggur en framkvæmdum lýkur á allra næstu dögum.

Einnig sjá á myndasíðunni okkar myndir af flestum kirkjum prestakallsins og á þeim, myndunum altso, bara eftir að fjölga.

 

Slóðin á myndasíðuna er http://www.flickr.com/photos/bjarnanesprestakall/