Framkvæmdir í Bjarnaneskirkju

Lengi hefur staðið til að fara í viðmiklar framkvæmdir í Bjarnaneskirkju. Vegna ýmissa ástæðna hefur það dregist en nú er komið að því að framkvæmdir hefjist. Ráðinn hefur verið verktaki sem mun taka að sér fjarlægja korkinn sem hefur verið á gólfinu í kirkjunni og leggja flísar í staðinn. Sóknarnefnd Bjarnaneskirkju leggur mikla áherslu á að verkið heppnist vel og því verður verktakanum gefinn sá tíminn sem hann þarf í verkið og á meðan verður kirkjan lokuð. Sóknarnefnd fór þó fram á að kirkjan yrði opin einn dag á verktímabilinu en það er á Páskadag.
Eins og kemur fram hér að ofan verða lagðar flísar á gólfið og var ákveðið að blanda saman venjulegum flísum og gabbró flísum en Hannes Kr. Davíðsson arkitekt kirkjunnar hafði alltaf séð fyrir sér að gabbróið spilaði stóran þátt inn í kirkjunni.
Sú ákvörðun að fara eftir óskum arkitektsins mun verða dýr framkvæmd og því þiggur sóknarnefndin alla þá hjálp sem fólk treystir sér í. Vilji velunnarar kirkjunnar leggja henni lið með peningagjöf þá má leggja inn á reikning
172 – 26 – 5615
Kt. 460169 – 6159
Það koma upp spurningar varðandi framkvæmdina og/eða notkun á kirkjunni má hafa samband við sr. Gunnar Stíg sóknarprest í síma 862 6567 eða Hjalta Egilsson sóknarnefndarformann í síma 894 1797.