Stafafellskirkjugarður-reglur
Umhirða leiðis Öll umhirða á leiðum yfir sumartímann s.s. sláttur og hirðing er í höndum kirkjugarðsvarðar og er ekki tekið gjald fyrir þá þjónustu.
Blóm og kransar Blóm og kransar eru fjarlægðir eftir samkomulagi.
Sumarblóm á leiði Ef aðstandendur vilja gróðursetja sumarblóm á leiði geta þeir gert það á eigin vegum.
Að slétta leiði Kirkjugarðsvörður sér um að slétta leiði og leggja þökur um það bil ári frá greftrun. Það er gert án beiðni og ekki fellur kostnaður á aðstandendur.
Legsteinar – reglur um stærð Ef aðstandendur ætla að setja legstein á gröf er ráðlegast að gera það ekki fyrr en ár er liðið frá greftrun. Þegar hugað er að legsteini þarf að gæta þess að vissar reglur um stærð slíkra minnismerkja eru í gildi. Hafa skal samband við kirkjugarðsvörð sem aðstoðar og leiðbeinir.
Girðing og hellur Ekki er leyfilegt að setja girðingar eða hellur í kringum leiði.
Gróðursetning Ef gróðursetja á fjölærar plöntur eða runna skal hafa samráð við kirkjuvörð. Ekki er leyfilegt að gróðursetja tré.
Jólaskraut á leiðum Aðstandendur sem skreyta leiði ástvina sinna um jól og áramót eru beðnir að taka skrautið aftur fyrir 1. mars. Að öðrum kosti gerir kirkjugarðsvörður það. Tengikassar (32 volta spenna) fyrir jólaskraut eru settir út í garð í byrjun desember.
Viðgerð á leiðum og minnismerkjum Viðgerð á minnismerkjum, svo sem vinna við að rétta legsteina, gera við steypuskemmdir o.fl. eru í vegum aðstandenda.
Upplýsingar Kirkjugarðsvörður veitir fúslega allar upplýsingar um kirkjugarðinn.
Kirkjugarðsvörður sími 866-6253
Vaktsími presta sími 894-8881