Fyrir nokkrum árum fékk Hafnarkirkja þrjá skírnarkjóla að gjöf frá kvenfélaginu Tíbrá. Hugsunin var sú að foreldrar gætu fengið skírnarkjól lánaðan þegar þau myndu koma með börn sín til skírnar.
Í versluninni Hjá Dóru er hægt að fá kjólana leigða en leigugjaldið felst í hreinsun á kjólunum eftir notkun þeirra.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af kjólunum.