Sumarfermingar

Vegna ástandsins frestuðust fermingar ársins að mestu til haustsins hins vegnar verða tvær fermingar í sumar þar sem samtals sex börn verða fermd. Báðar fermingarnar fara fram í Hafnarkirkju og má búast við mikilli gleði og hátíðleika. Hér fyrir neðan má sjá nöfn barnanna sem fermast í sumar.

Hafnarkirkja á Youtube

Nú á dögunum var opnuð Youtube rás Hafnarkirkju. Á síðunni verður að finna bænastundir og annað skemmtilegt myndefni.

Nú þegar er hægt að horfa á þrjár bænastundir sem teknar voru upp í samkomubanninu og eru allir hvattir til að horfa á þær.

Þegar fram líða stundir mun meira efni birst á síðunni, gamalt og nýtt. Nú þegar er hægt að fá áminningu um hvítasunnumessu frá árinu 1991 sem mun birtast á síðunni eftir hádegi á hvítasunnudaginn 31. maí.

Annars mælum við eindregið með því að kikið á síðuna. Smellið á myndina til að koma á Youtube rásina.

Klukknahringing á mánudögum

Í gær mánudag var kirkjuklukkunum hringt klukkan 12 að hádegi í þrjár mínútur eins og undanfarið en einnig tóku einhverjir eftir því að kl. 14:00 var klukkunum einnig hringt. Biskup Íslands hefur lagt til að á hverjum mánudegi um óákveðinn tíma verði kirkjuklukkum hringt í tvær mínútur til stuðnings við heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk í umönnunarstörfum vegna covid 19. Við í Bjarnanesprestakalli tökum þessari beiðni biskups fagnandi og því verður kirkjuklukkunum á mánudögum hringt hér eftir kl. 14:00.

Við óskum heilbrigðisstarfsfólki góðs gengis í þeirra störfum og Guðsblessunar og þökkum þeim fyrir þeirra mikilvæga starf á þessum erfiðu og krefjandi tímum. Takk!

Andlát

Látinn er sr. Einar Guðni Jónsson, sr. Einar á Kálfafellsstað. Einar lést 4. apríl s.l. á Landakoti í Reykjavík þar sem hann hefur búið undanfarin ár.

Einar og Kálfafellsstaðarkirkja

Margir minnast Einars með hlýju enda þægilegur framkomu og skemmtilega ræðinn. Hann lét það ekki eftir sér að sinna öllum þeim verkum sem þurfti er snéri að athöfnum í kirkjunni og þá skipti það ekki máli hvort um var að ræða hringjara, organista, forsöngvara eða prest. Hann var duglegur að heimsækja sóknarbörnin og það þótti þeim vænt um.

Sr. Einar er kvaddur með virðingu og þökk fyrir starf hans hér í sýslunni. Guð blessi minningu hans og megi Guðs eilífa ljós lýsa honum.

Afhverju er alltaf verið að hringja kirkjuklukkunum í hádeginu?

Hvatning biskups

Biskup Íslands hvatti til samlíðunar og ábyrgðar á þessum sérstöku tímum við við lifum við með því að hringja kirkjuklukkunum í þrjár mínútur, alltaf kl. 12:00 að hádegi. Kirkjur um allt land taka þátt í þessu verkefni á meðan þessu ástandi stendur.

Hvaða merkingu hafa kirkjuklukkurnar

Þær kalla okkur inn til guðsþjónustu og senda okkur út til guðsþjónustu. Á tímum þegar ekki er hægt að fjölmenna í kirkjum landsins, þá er boðskapur klukknanna enn sá sami að við erum bræður og systur og tilheyrum sömu fjölskyldu og berum ábyrgð sem slík.

Bænastundir sendar út

Einu sinni í viku verður bænastund eftir hringingu klukknanna send á hjúkrunarheimilið þar sem beðið verður fyrir landi og þjóð vegna ástandsins og óski fólk eftir bænarefnum þá má hafa samband við sóknarprest. Vonir standa til að hægt verði að streyma þessum stundum á netinu áður en langt um líður.

Kyrrðarstundir á föstu


Kyrrðarstundir á föstu fimmtudaga kl. 18:15 í Hafnarkirkju.

Fastan hófst á öskudeginn, miðvikudaginn 26. febrúar. Líkt og undanfarin ár verða kyrrðastundir í Hafnarkirkju á föstunni. Helgihald í kirkjunni á föstu verður með svipuðu sniði og áður. Stundin hefst kl. 18:15.  Þar verður lesið úr píslarsögu Jesú, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir, sungnir sálmar og beðnar bænir.  Beðið verður sérstaklega fyrir sjúkum og þeim sem minna mega sín og tekið er á móti sérstökum bænarefnum sem fólk vill að borin verði fram. Hægt er að senda bænarefni í tölvupósti á netfangið bjarnanesprestakall@bjarnanesprestakall.is

Fastan á að minna okkur á þá 40 daga sem Jesús fastaði í eyðimörkinni. Fastan miðar að dauða Jesú og er undirbúningstími kristinna safnaða og að þeir íhugi þá atburði sem leiddu til aftöku Jesú á föstudeginum langa.  Í sjö vikur fyrir páska íhuga kristnir menn þessa atburði.  Fastan hefur ekki lengur þann sess í hugum fólks sem hún hafði áður fyrr, þegar t.d. var ekki borðað kjöt frá öskudegi til páskadags.  Fastan er tími íhugunar og iðrunar og hefur þess mátt sjá stað í kristinni kirkju um aldir.  Helgihaldið í kirkjunni ber merki þeirra atburða sem urðu í lífi Jesú Krists sem leiddu til dauða hans á krossi. Litur föstunnar, sjövikna föstu, langaföstu er fjólublár, litur iðrunarinnar.

Eru allir hvattir að koma til kirkju á föstutímann til íhugunar, uppbyggingar og trúarstyrkingar.

Verið velkominJólahelgihald í BJarnanesprestakalli 2019

Helgihald verður með nokkuð hefðbundu sniði í ár. Það ber að benda á að hátíðarguðsþjónusta í Brunnhólskirkju verður ekki að þessu sinni og bent að hægt er að sækja kirkju í Kálfafellsstaðarkirkju á öðrum degi jóla, nú eða kíkja við í einhverri af öðrum kirkjum prestakallsins.

Hér fyrir neðan má sjá dagskránna um jólin. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.