Sóknarprestur, prestur, starfsfólk og sóknarnefndir Bjarnanesprestakalls óska sóknarbörnum sínum, öðrum Hornfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu. Um leið þökkum við samveruna á árinu sem var að líða og hlökkum til að eiga með ykkur samfélag á nýju ári.
All posts by Prestarnir skrifa
Aðventustundir í Bjarnanesprestakalli 2018
Nú eru aðventustundirnar að fara af stað. Eru þetta ætíð hátíðlegar stundir með jólasálmum og lestrum. Hér fyrir neðan má sjá dagskránna
7. des. Hofskirkja kl. 17:00
Skólabörn flytja ljóð og segja sögu
Kaffi í Hofgarði að lokinni aðventustund
8. des. Bjarnaneskirkja kl. 14:00
Ræðumaður: Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri
Kaffi í Mánagarði að lokinni aðventustund
9. des. Hafnarkirkja kl. 11:00
Aðventustund barnanna (jólaball)
12. des. Kálfafellsstaðarkirkja kl. 18:00
12. des. Brunnhólskirkja kl. 20:00
Sorg og missir – FRESTAÐ
Vegna veðurs (í Reykjavík) og mikillar óvissu með flug þá verðum við því miður að fresta samverunni með sr. Vigfúsi Bjarna í kvöld.
Hann hefur hinsvegar lofað okkur að eiga með okkur stund einhverntímann á næstu vikum. Því miður næst það ekki fyrir jól en fljótlega á næsta ári mun hann heimsækja okkur.
Fermingarbörn ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefnum
Þriðjudagskvöldið 30. október munu fermingarbörn ganga í hús á Höfn og safna fyrir vatnsverkefnum í Afríku. Söfnunin er skipulögð af Hjálparstarfi kirkjunnar og taka öll fermingarbörn landsins þátt í söfnuninni á hverju ári. Í ár er söfnunin haldin í 20. sinn og hefur hún stækkað ár frá ári.
Við hvetjum alla til að taka vel á móti fermingarbörnunum þegar þau banka uppá hjá ykkur.
Þeir sem vilja styrkja verkefnið er bent á heimasíðu Hjálparstarfsins, http://www.help.is
Myndir úr hátíðarmessu Stafafellskirkju 26. ágúst
Þann 26. ágúst var haldið uppá 150 ára vígsluafmæli Stafafellskirkju í Lóni. Þétt var setið í kirkjunni á þessum fallega sunnudegi þar sem prestarnir sr. Gunnar Stígur og sr. María Rut þjónuðu fyrir altari og nývígður vígslubiskup Kristján Björnsson predikaði. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr messunni sem og kaffinu sem haldið var að messu lokinni í Mánagarði. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Æskulýðsstarf fyrir 6-9 ára í Hafnarkirkju
Þann 10. október mun hefjast í Hafnarkirkju fimm vikna námskeið fyrir 6-9 ára börn. Umsjónarmenn eru prestarnir Stígur og María og er stefnt að því að vera með allskonar glens og gaman á meðan námskeiðinu stendur en dagskráin mun svo verða auglýst síðar.
Frekar upplýsinar og skráning má finna hér!
Vinir í bata
Skráning í fermingarfræðslu
Nú fer fermingarfræðsla að byrja í Bjarnanesprestakalli og þegar hefur verið haldinn fundur með foreldrum og væntanlegum fermingarbörnum. Eitthvað hefur staðið á sér að skrá sig í fræðsluna og því bendum við prestarnir á skráningarsíðuna. Hægt er að komast inn í hana með því að smella hér.
Við vinnum svo einnig foreldra og væntanleg fermingarbörn að skrá sig í Facebook hóp fræðslunnar sem er Fermingarfræðsla í Hafnarkirkju og einnig líka við síðu Bjarnanesprestakalls
Stafafellskirkja 150 ára
Þann 26. ágúst kl. 14:00 verður hátíðarmessa í Stafafellskirkju þar sem því verður fagnað að 150 ár eru frá vígslu kirkjunnar.
Það er gaman að segja frá því að nýr vígslubiskup Skálholtsumdæmis sr. Kristján Björnsson mun heiðra okkur með nærveru sinni. Einnig hafa fyrrum prestar Stafafellskirkju boðað komu sína.
Að messu lokinni verður boðið til kaffisamsætis í Mánagarði þar sem fólki gefst kostur til að eiga gott samfélag yfir kaffi og öðrum kræsingum
Allir eru að sjálfsögu velkomnir og eru allir hvattir til að mæta.
Atburðurinn verður auglýstur nánar síðar
Hreinn Eiríksson fallinn frá
Hreinnn Eiríksson er fallin frá. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 10. júlí sl.
Hreinn er mörgum góðum kunnur meðal annars fyrir sín fjölmörgu félagsstörf. Hreinn sat til að mynda í sóknarnefnd Bjarnanessóknar í tugi ára. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að hann ákvað að láta staðar numið en var þó alla tíð duglegur að sækja kirkju sína. En hann tók þátt í að byggja Bjarnaneskirkju og sinnti henni ætíð vel og kirkjugörðunum einnig.
Sóknarnefnd Bjarnanessóknar þakka Hreini fyrir allt hans óeigingjarnastarf og votta aðstandendum samúð sína.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Hrein ásamt sóknarnefnd Bjarnanessóknar árið 2016.