Æskulýðsstarf

Hafnarkirkja verður með spennandi og skemmtilegt námskeið fyrir 6 – 9 ára börn. Námskeiðið verður á miðvikudögum kl.16.00 – 16.45.

Hver fundur hefst á helgistund þar sem við syngjum saman. Eftir helgistund er boðið upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá, þar má meðal annars nefna; föndur, spil og leiki svo fátt eitt sé nefnt. Starfinu lýkur kl.16.45.

Það kostar ekkert að taka þátt í barnastarfi kirkjunnar en við biðjum um að foreldrar/forráðamenn skrái börn sín formlega í starfið með því að smella hér á skráningar hnappinn fyrir ofan. Þetta er gert til þess að gæta öryggis ef e-ð kemur upp á.

Ef það eru einhverjar spurningar má hafa samband við presta Bjarnanesprestakalls eða senda tölvupóst