Þorláksmessa í Hafnarkirkju
Hafnarkirkja verður opin á Þorláksmessu milli kl. 16:00 og 18:00. Þar verður boðið upp á kaffi og góðgæti. Tekið verður á móti framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar og friðarkertin verða til sölu. Þá koma góðir gestir í heimsókn. Kl. 16:00 koma þau Guðlaug Hestnes og Gunnar Ásgeirsson og leika fjórhent á píanó og kl. 17:00 koma þeir Harmonikkubræður og leika jólalögin sín. Komum í Hafnarkirkju á Þorláksmessu og eigum saman notalega stund.