FréttirHafnarsókn

Kyrrðarstundir á föstu

Kyrrðarstundir verða alla miðvikudaga klukkan 18:15 í Hafnarkirkju frá 1. mars- 12.apríl. Róleg og notaleg stund fyrir alla.

Fastan hófst á öskudaginn og lýkur á páskum. Á föstunni er verið að minna okkur á þá 40 daga sem Jesús fastaði í eyðimörkinni. Fastan miðar að dauða Jesú og er undirbúningstími kristinna safnaða og þeir íhugi þá atburði sem leiddu til aftöku Jesú á föstudeginum langa.

Kyrrðarstundirnar eru með því sniði að lesnar eru bænir, sungnir sálmar og lestur úr píslasögu Jesú ásamt Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Hægt er að senda bænarefni í formi fyrirbæna á netfangið maria.ba@kirkjan.is 

Við hvetjum ykkur til að koma til kirkju og nota föstutímann til íhugunar, uppbyggingar og trúarstyrkingar.

Verið velkomin