Fréttir

Karen hefur kvatt

Fyrir skemmstu kvaddi Karen okkur hér í Bjarnanesprestakalli og flutti vestur í heimabyggð sína, Snæfellsnesið. Við þökkum henni kærlega fyrir allt það góða starf sem hún innti af hendi undanfarin tvö og hálft ár. Hún skilur eftir sig stórt skarð og verður saknað af þeim sem unnu með henni og kynntust.

Nú er unnið að því að ráða einstakling í hennar stað og erum við bjartsýn á viðunandi lausn fáist á næstunni. Það er von sóknarnefnda í Bjarnanesprestakalli að góður starfsmaður komi í hennar stað. Á meðan sinnir sr. Gunnar Stígur messum, athöfnum og öðrum störfum sem leysa þarf. Ef það eru einhverjar spurningar má hafa samband við hann.