BrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Kirkjur Íslands komið út

Fyrir stuttu kom út nýtt bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands. Í þessari ritröð er fjallað um friðaðar kirkjur um allt land þar sem horft er sérstaklega til byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu.

Í þessu bindi eru teknar fyrir kirkjur á Suður og Suðausturlandi og eigum við í Bjarnanesprestakalli fjórar kirkjur. Þessar kirkjur eru Stafafellskirkja, Brunnhólskirkja, Kálfafellsstaðarkirkja og Hofskirkja. Margar áhugaverðar og skemmtilegar lýsingar koma þar fram um kirkjurnar og eru því allir hvattir til að líta í þessa fallegu bók.