FréttirKálfafellsstaðarsókn

Ólafsmessa og tónleikar

Hinir árlegu tónleikar í Kálfafellsstaðarkirkju  haldnir í tilefni af Ólafsmessu að sumri  verða miðvikudagskvöldið 29.júlí næstkomandi og hefjast kl 20:00.

Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður
Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður

Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður sækir Suðursveit heim, Á tónleikunum fer Bjartmar yfir feril sinn og flytur margar af sínum bestu perlum. Hann tengir þær saman með skemmtilegum sögum enda á Bjartmar ættir sínar að rekja til Suðursveitar þar sem hann segir að sagnahefðin sé rík. En fyrst og fremst verður gleðin og skemmtunin í fyrirrúmi. Dagskráin hefst með stuttri helgistund þar sem Gunnar Stígur Reynisson verður við altarið. Síðan verður rifjuð upp sagan um völvuna á Kálfafellsstað og tengingar kirkjunnar við Ólaf helga Noregskonung.Tónleikarnir eru svo í beinu framhaldi og verða um klukkustund. Að lokum er öllum boðið í gönguferð að völvuleiðinu undir Hellaklettum og rifjuð upp sagan af álögum völvunnar og áhrifum hennar á örlög og líf fólksins í Suðursveit í gegnum aldirnar.

Tilvalið fyrir heimamenn að koma og njóta kvöldstundar í Kálfafellsstaðarkirkju og taka gesti með.
Aðgangur ókeypis.
Allir velkomnir