FréttirHafnarsókn

Sporin byrja föstudaginn 11. september

Boðið verður upp á Tólf spora starf í Hafnarkirkju og hefst föstudaginn 11. september kl. 17:00. Allir eru hvattir til að koma og kynna ykkur þetta starf, sem hefur gefið mörgum svo mikið. Magnhildur (magnhilur@hornafjordur.is) og Sveinbjörg (sveinbjörg7@talnet.is) munu leiða starfið í vetur.

Kirkjan býður þátttakendum upp á þetta starf þeim að kostnaðarlausu.

Tólf spora bati er aðferð sem er hvorki á ábyrgð neins trúarhóps né safnaðar. Samt sem áður finna margir sem nota efnið að það samræmist þeirra eigin andlegu þörfum og trú. Það hefur engin opinber trúartengsl.

Það er samt sem áður aðferð sem hjálpar okkur að enduruppgötva og dýpka andlega þáttinn í okkur sjálfum.

Við komumst líka að raun um það í Tólf spora vinnunni að okkar andlega hlið er mikilvæg. Við lærum að lifa lífinu samkvæmt leiðsögn Guðs, okkar Æðri máttar. Við verðum þess meðvituð að kvíðinn eða örvæntingin sem við finnum fyrir, er afleiðing þess að við horfum framhjá eða höfnum samfélagi við okkar æðri mátt.