Hvernig hljóma kirkjur landsins?
Á síðasta ári var sett á laggirnar vefsíða um kirkjuklukkur á Íslandi. Er það Guðmundur Karl Guðmundsson sem er umsjónarmaður síðunnar en um síðuna segir meðal annars:
Verkefnið Kirkjuklukkur Íslands gengur út á að skrásetja allar kirkjuklukkur á Íslandi. Saga klukkna í hverri kirkju verður skráð, gerð þeirra og uppruni. Þá verða reglur/hefðir um notkun klukknanna skráð, allar samsetningar hringinga teknar upp og klukkurnar ljósmyndaðar… Tilgangurinn er að gera upplýsingar um allar kirkjuklukkur á Íslandi aðgengilegar á einum stað.
Slóð síðunnar er www.kirkjuklukkur.is en síðan er enn í vinnslu og því aðeins nokkrar klukkur komnar inn þegar þetta er skrifað.