BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Hvað var um að vera í prestakallinu í júlí

Sumarið hefur staðið sem hæst þó veðrið hafi ekki verið hið besta en við kvörtum ekki. Júlí mánuður hefur ekki farið í sumarfrí hjá prestunum því messur voru um hverja helgi í mánuðinum í prestakallinu. Messur voru í Hafnarkirkju, Bjarnaneskirkju, Brunnhólskirkju og Kálfafellsstaðarkirkju en í þessi síðastnefndu var Ólafsmessa.

Ólafsmessa er orðin fastur liður í sumarmessum prestakallsins og um leið menningarlífi sveitarfélagsins. Í ár voru það Þórdís Sævarsdóttir söngkona frá Rauðabergi á Mýrum, Ingólfur Steinsson listamaður frá Seyðisfirði sem á ættir sínar að rekja að Kálfafelli í Suðursveit og Óskar Guðnason tónlistarmaður sem sungu lög Óskar Guðnasonar við texta Kristínar Jónsdóttur frá Hlíð.

Fyrir utan messur voru nokkur börn skírð. Enginn var jarðsettur í mánuðinum.

Skírn
– Ragnar Sveinn
Foreldrar: Sindri og Fanney Björg

–  Anna Margrét
Foreldrar: Lilja Rós og Óskar

– Aðalsteinn Ómar
Foreldri: Lilja Rós

Gifting
Katrín Soffía og Jón Kristófer