FréttirHafnarsókn

Breyting á umsjón kirkjugarðanna á Höfn og í Lóni

Sú breyting var um síðustu mánaðarmót að kirkjuvörðurinn okkar hann Örn ‘Brói’ Arnarson lét af umsjón Hafnarkirkjugarðs og Stafafellskirkjugarðs. Við starfinu tók Hörður Bjarnason (Hákonarson). Mun Hörður sjá um garðslátt og aðra umhirðu sem snýr að görðunum. Brói mun hins vegar enn sinna starfi sínu sem kirkjuvörður og meðhjálpari í Hafnarsókn.

Bróa er þakkað fyrir störf sín í kirkjugörðunum tveimur og um leið bjóðum við Hörð velkominn til starfa.