Stafafellskirkja 150 ára
Þann 26. ágúst kl. 14:00 verður hátíðarmessa í Stafafellskirkju þar sem því verður fagnað að 150 ár eru frá vígslu kirkjunnar.
Það er gaman að segja frá því að nýr vígslubiskup Skálholtsumdæmis sr. Kristján Björnsson mun heiðra okkur með nærveru sinni. Einnig hafa fyrrum prestar Stafafellskirkju boðað komu sína.
Að messu lokinni verður boðið til kaffisamsætis í Mánagarði þar sem fólki gefst kostur til að eiga gott samfélag yfir kaffi og öðrum kræsingum
Allir eru að sjálfsögu velkomnir og eru allir hvattir til að mæta.
Atburðurinn verður auglýstur nánar síðar