Fréttir

Andlát

Látinn er sr. Einar Guðni Jónsson, sr. Einar á Kálfafellsstað. Einar lést 4. apríl s.l. á Landakoti í Reykjavík þar sem hann hefur búið undanfarin ár.

Einar og Kálfafellsstaðarkirkja

Margir minnast Einars með hlýju enda þægilegur framkomu og skemmtilega ræðinn. Hann lét það ekki eftir sér að sinna öllum þeim verkum sem þurfti er snéri að athöfnum í kirkjunni og þá skipti það ekki máli hvort um var að ræða hringjara, organista, forsöngvara eða prest. Hann var duglegur að heimsækja sóknarbörnin og það þótti þeim vænt um.

Sr. Einar er kvaddur með virðingu og þökk fyrir starf hans hér í sýslunni. Guð blessi minningu hans og megi Guðs eilífa ljós lýsa honum.