BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Vígsla síðasta sunnudag. Innsetning 29. janúar

Síðasta sunnudag, 15. janúar, var María Rut Baldursdóttir vígð til embættis í Bjarnanesprestakalli. En auk hennar var Erla Björk Jónsdóttir vígð til héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir sá um vígsluna og sr. Stígur var einn af vígsluvottum. Athöfnin var virkilega hátíðleg í alla staði og má segja hún boði gott uppá framhaldið.

Það fór vel á með sr. Maríu og sr. Stíg eftir vígslu

Sr. Stígur og sr. María þekkjast úr guðfræðináminu og eru þau bæði virkilega spennt fyrir samstarfinu en sr. María Rut hefur hafið störf og því er hægt að leita til hennar ef hennar návist er óskað.

Þess má geta að þann 29. janúar verða kollegarnir sett formlega í embætti í messu í Hafnarkirkju. Verður þau auglýst síðar.