FréttirHafnarsókn

Skemmdarverk eru alltaf leiðinleg

Í byrjun vikunnar renndi Brói uppí Lón til að taka stöðuna á Stafafellskirkju. Þegar inn í kirkjuna var komið tók hann eftir að búið var að eiga við söfnunarbaukinn sem hangir á veggnum við útidyrahurðina. Þegar betur var að gáð var búið að spenna hann upp og taka þann pening sem í bauknum var. Lásinn á bauknum hélt en það gerði lokið ekki og brotnaði það til helminga eins og sést á myndunum.

Stafafell-kassi2Ekki er vitað hversu mikill peningur í bauknum enda skiptir það ekki máli, það sem var einna sárast var hvernig fór fyrir bauknum. Sem betur fer eigum við gott fólk og ætla drengirnir hjá Málningarþjónustu Hornafjarðar að taka kassann að sér og koma honum í sitt fyrra ástand. Við færum þeim margar þakkir fyrir það.

Við biðjum alla þá sem verða varir við skemmdarverk að láta starfsfólk kirknanna vita því skemmdarverk eru alltaf leiðinleg að eiga við.