Fréttir

Hafnarkirkja böðuð bleiku

Hafnarkirkja-bleikÍ tilefni átaksins Bleika slaufan sem stendur yfir í októbermánuði þá hafa ljósin sem lýsa upp Hafnarkirkju fengið á sig bleikan blæ. Bleika slaufan er tákn krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. Árið 2000 var átakinu hleypt af stokkunum hérlendis sem sölu bleiku slaufunnar og hefur það vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður.