BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Hvað var um að vera í desember

Í desember er stærsta hátíð kristinna manna hér á landi. Það er því ekki hægt að segja annað en það hafi verið nóg að gera í kirkjum prestakallsins í desembermánuði. Með aðventustundum voru athafnir alls 16, ein guðsþjónusta féll niður en það var í Öræfunum á jóladag.

Eitt andlát varð í prestakallinu og eitt barn borið til skírnar.

Andlát
– Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir, Þorgeirsstöðum

Skírn
– Hildur Björg
Foreldrar: Magnús Freyr og Ólöf Inga

Gaman er að segja frá því að alls skírðu prestar Bjarnanesprestakalls alls 30 börn á árinu 2013.