FréttirHafnarsókn

Íþróttamessa

Nú er vetrarstarfi Sindra að ljúka og sumarstarfið að byrja og vegna þess verður íþróttamessa í Hafnarkirkju sunnudaginn 11. maí klukkan 14:00. Íþróttakappar á öllum aldri munu aðstoða í messunni og Óli Stefán Flóventsson mun sjá um hugleiðingu.

Allir eru hvattir til að mæta í Sindrabúning eða einhverju rauðu.

Sýnum samhug, biðjum saman og fyrir íþróttafólkinu okkar í Sindra.