BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Hvað var um að vera í prestakallinu í apríl

Í ár verður apríl eflaust stærsti mánuður prestakallsins enda var nóg um að vera þann mánuðinn. Fermingarnar byrjuðu í 13. apríl á pálmasunnudegi og viku seinna voru páskarnir. Messur og kyrrðarstundir voru alls 15 í apríl mánuði. Þess má til gaman og fróðleiks geta að það komu 1426 manns í þessar athafnir og 252 komu til altaris.

Ein útför var í mánuðinum og ein hjón gefin saman. Páskahátíðin er góð hátíð til að taka börn inn í kirkju Krists enda voru sjö börn skírð í apríl. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nöfn þeirra sem voru skírð en einnig þeirra sem létu gefa sig saman og þess sem lést.

Andlát
– Benedikt Stefánsson, Hvalnesi

Skírn
– Katla
Foreldrar: Hjalti Þór og Guðrún
– Sigurður Brynjar
Foreldrar: Torfi og Guðbjörg Anna
– Valdimar Leó
Foreldrar: Þóra Björg og Gísli Karl
– Sara Mekkín
Foreldrar: Elva Björk og Birgir Fannar
– Þórdís Eva
Foreldrar: Nanna Halldóra og Friðrik
– Skúli Baldur
Foreldrar: Jóna Stína og Sigurjón Magnús
– Fjölnir Freyr
Foreldrar: Vésteinn og Þórey

Gifting
– Stefanía Anna og Þröstur