FréttirHafnarsókn

Nóg um að vera í Hafnarkirkju á næstunni – uppfært

Alltaf er eitthvað um að vera í kirkjunni okkar á Höfn. Fyrir utan messur og aðrar trúarlegar athafnir þá er kirkjan mikið notuð fyrir alls kyns viðburði. Nýlega var kirkjan fengin að láni undir stóru upplestrarkeppnina þar sem ungir Hornfirðingar og krakkar frá Djúpavogi öttu kappi við hvert annað í upplestri.

Á næstunni verður heilmikið líf í kirkjunni en á næstu fimm vikum er þegar búið að bóka Hafnarkirkju undir fimm tónleika. Tónleikarnir sem verða í kirkjunni eru:

  • Samkór Hornafjarðar, 10. apríl kl. 20:00
  • Friðrik Ómar, 16. apríl kl. 20:00
  • Orgeltónleikar, 26. apríl kl. 15:00
  • Karlakórinn Jökull, 1. maí kl. 17:00
  • Gleðigjafar (Kór eldri borgara), 18. maí kl. 16:00

Núna er bara að merkja viðburðina inn á dagatalið, mæta og njóta.