FréttirHafnarsókn

Messa og sunnudagaskóli – Væntanleg fermingarbörn velkomin

Sunnudaginn 21. september hefst vetrarstarfið formlega þegar sunnudagaskólinn byrjar og væntanleg fermingarbörn eru boðin velkomin.

Á næstu dögum fá væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra bréf þar sem þau verða boðuð til messu og fundar sem verður strax eftir messuna. Þar verður farið yfir fermingarfræðsluna og val á fermingardögum rætt.

Annars eru  allir velkomnir í messu. Sjáumst á sunnudaginn.