Hvað var um að vera í prestakallinu í september
Vetrarstarfið í prestakallinu hófst í mánuðinum en þó í seinna lagi vegna veikinda prestanna. Einungis náðist að hafa eina messu þennan mánuðinn en í þá messu voru væntanleg fermingarbörn boðuð. Fermingarfræðslan hófst svo daginn eftir messuna og eru 25 börn að sækja fræðslu í ár.
Ein gifting var í prestakallinu þar sem ítalskt par óskaði eftir vígslu við Stokksneskletta. Engin útför var í prestakallinu en eitt barn var skírt og um þá skírn sá sr. Sjöfn á Djúpavogi.
Skírn
– Vigdís Ylfa
Foreldrar: Birnir og Silja
Hjónavígsla
Lucio Merzi og Stefano Bolis