Hvað var um að vera í prestakallinu í október
Tíminn líður hratt og allt í einu er kominn mið nóvember. Það var vetrarstarfið fór á fullt en það leið aðeins lengur á milli athafna þennan mánuðinn miðað við venjulega þar sem kórinn ásamt organista og kórstjóra fóru í söngferð til Póllands. Messurnar urðu tvær og var önnur þeirra Uppskerumessan í Bjarnaneskirkju þar sem boðið var uppá kjötsúpu í Mánagarði eftir messu. Eitt barn var skírt og voru tveir lagðir til hinstu hvílu og voru það fyrstu útfarirnar í prestakallinu síðan í apríl.
Útför
– Ármann Dan Árnason
– Páll Steinar Bjarnason
Skírn
– Kristján Darri
Foreldrar: Sigrún Kapitola og Hugi