Fréttir

Hvað var um að vera í prestakallinu í nóvember

Í nóvember voru viðburðir af ýmsum toga. Messur voru fjórar þar sem í einni messunni beðið var sérstaklega fyrir þeim sem höfðu látist á árinu. Einnig var svokölluð fjölskylduguðsþjónusta þar sem söngvar og predikun barnamiðuð og tókst sú guðsþjónusta mjög vel. Síðasta messa mánaðarins var fyrsta messa nýs kirkjuárs og um leið messa þar sem kveikt var á fyrsta aðventukertinu. Í þeirri messu kom barnakór fram, söng og spilaði af mikilli list. Ein útför var í mánuðinum og voru þrjú börn skírð.

Útför
– Þorsteinn Geirsson

Skírn
– Iðunn Arna
Foreldrar: Halldór og Bergþóra

– Jón Þormar
Foreldrar: Maríanna og Karl Jóhann

– Alexandra Lind
Foreldrar: Eyrún og Einar