BrunnhólssóknFréttirHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Þrjár aðventustundir um helgina

Núna um helgina verða þrjár aðventustundir.

Á föstudaginn kl. 16:15 verður ljúf og þægileg aðventustund í Hofskirkju í Öræfum þar sem skólakrakkar úr sveitinni verða í aðalhlutverkum með spili og söng. Gestaspilarar verða þeir Heiko Buxel frá Skotlandi og Sigurgeir Jónsson frá Fagurhólsmýri, munu þeir báðir spila á harmonikku. Hugvekju flytur Ólafur Sigurðsson í Svínafelli. Eftir athöfn verða kaffiveitingar í Hofgarði.

Á sunnudaginn kl. 14:00 verður ljúf aðventustund í Brunnhólskirkju. Sungnir verða jólasöngvar og sálmar og mun Sigurður Hannesson frá Hólabrekku flytja hugvekju.

Aðventustund í Kálfafellsstaðarkirkju verður svo kl. 16:00 á sunnudaginn. Stefnt verður að Suðursveitungar og aðrir gestir eigi notalega stund saman þar sem sungin verða jólalög og textar lesnir.

Allir eru velkomnir á þessar aðventustundir og er þetta góð leið til að ýta undir jólaskapið.