Sýningin Hafnarkirkja í 50 ár tókst vel
Í lok maí var opnuð sögusýningin Hafnarkirkja í 50 ár. Sýningin var opin í 2 vikur þar sem hægt var að lesa á spjöldum sögu Hafnarkirkju. Einnig voru ýmsir munir tengdir kirkjunni til sýnis og voru myndir og myndbönd kastað upp á vegg. Aðsóknin var afar góð, raunar fram úr björtustu vonum og þakkar starfsfólk og sóknarnefnd Hafnarkirkju öllum fyrir komuna.
Nú þegar hefur verið farið með hluta sýningarinnar á Skjólgarð þar sem farið var yfir sýninguna með vistmönnum þar. Stefnt er að því að sýningin fari víðar á þessu ári.
Myndir frá opnunarhelginni má sjá hér fyrir neðan.