Útvarpsmessa 10. júlí
Í vetur héldu prestar Bjarnanesprestakalls ásamt organista og samkór í Skálholt þar sem tekin var upp útvarpsmessa. Verður henni útvarpað sunnudaginn 10. júlí kl. 11:00. Í messunni þjónaði sr. Sigurður fyrir altari og sr. Stígur prédikaði. Samkór Hornafjarðar söng undir stjórn Kristínar organista en hún sá einnig um undirleik.
Allir eru hvattir til að kveikja á viðtækjunum á sunnudaginn.