BjarnanessóknFréttirHafnarsókn

Ekki bara leikur!

Fimmtudaginn 9. júní mun sr. Stígur halda fyrirlestur sem hann kallar Ekki bara leikur – Er knattspyrna hin nýju trúarbrögð mannsins?

Knattspyrna og trúarbrögð eiga margt sameiginlegt og því ekki undarlegt að fólk spyrji sig, er þetta sami hluturinn? Kristin trú verður borin saman við knattspyrnu og hin ýmsu tákn og myndir kristinnar trúar. Þannig verður í fyrirlestrinum reynt að komast að niðurstöðu um hvort knattspyrna sé viðbót í hina miklu trúarbragðaflóru heimsins eða bara leikur.

tru-fotbolti3
Smelli á mynd til að sjá stærri

Fyrirlesturinn verður 9. júní kl. 20:00 í Hafnarkirkju. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Er fyrirlesturinn hluti af afmælisdagskrá Hafnarkirkju og Bjarnaneskirkju.