BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Söfnun fyrir vatnsverkefnum í Afríku

Prestar og fermingarbörn þökkum kærlega fyrir móttökurnar sem við fengum í gærkvöldi, 8. nóv., þegar gengið var í hús til að safna fyrir vatnsverkefnum í Afríku. Söfnunin er skipulögð af Hjálparstarfi kirkjunnar og taka öll fermingarbörn landsins þátt í söfnuninni á hverju ári. Í ár gekk söfnunin vel og er alveg ljóst að hún er orðin að hefð hjá fermingarbörnum hér í prestakallinu. Því miður komumst við ekki í allar götur á Höfn og komumst ekki heldur í Nesjahverfið eða sveitirnar þar sem árgangur fermingarbarnanna er í minni kantinum þetta árið, því miður.

Þeir sem vilja styrkja verkefnið er bent á heimasíðu Hjálparstarfsins, http://www.help.is

Hér fyrir neðan má svo sjá myndir af hluta fermingarbarnanna sem komu sæl og rjóð í kinnum eftir söfnunina.