Vinir í bata

Miðvikudaginn 19. september hefst 12 spora starf í Hafnarkirkju. Starfið er frá 17:00 – 19:00. Um er að ræða 12 spora starf sem kallast „Vinir í bata“. Sporastarf þetta er fyrir alla og er hugsað til að horfa innávið frá æsku til dagsins í dag með það í huga eiga gott líf, skoða orsakir og afleiðingar í þeim tilgangi að vinna bug á erfiðleikum eða neikvæðu lífsmunstri.
Hægt er að gera margt í því sem maður ræðir og tekst á við, en ekkert í því sem maður bælir og horfist ekki í augu við. Leiðbeinandi í vetur er Sveinbjörg Jónsdóttir djáknakandídat. Ef einhverjar spurningar vakna er sjálfsagt að hafa samband við Sveinbjörgu í síma 8692364.