BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Jól í skókassa

Líkt og undanfarin ár þá hefur KFUM farið með jólagjafir til Úkraínu og gefið þær m.a. til munaðarlausra barna. Þetta verkefni hefur verið kallað Jól í skókassa en fólk hvatt til að pakka innihalda í skókassa.

Síðustu tvö ár hefur verið hægt að skila inn pökkum í Hafnarkirkju og þannig verður það einnig í ár.

Síðasti skiladagur er miðvikudaginn 28. október milli 12 og 15.

Athugið! Munið að setja ca. 500 krónur í kassana en sá pengur meðal annars fyrir flutningskostnaði.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um hvað megi fara í kassana og hvað ekki.

Hvernig á að ganga frá skókassanum?

 1. Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. Hægt er að nálgast skókassa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð.
 2. Ákveðið hvort gjöfin sé ætluð fyrir strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (3-6), (7-10), (11-14) eða (15-18). Hér til hægri á síðunni (útprentanlegt efni) má finna tilbúinn merkimiða. Klippið miðann út, merkið við réttan aldursflokk og límið ofan á skókassann. Einnig er hægt að útbúa sína eigin merkimiða og merkja aldur og kyn á þá.
 3. Setjið 500-1.000 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu.
 4. Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann.

Gjafir í skókassana

Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:

 • Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum.
 • Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
 • Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta, tannkrem og sápustykki í kassann sinn. Einnig má setja greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
 • Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
 • Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.

Hvað má ekki fara í skókassana?

 • Mikið notaðir eða illa farnir hlutir.
 • Matvara.
 • Stríðsdót, t.d. leikfangabyssur, leikfangahermenn eða hnífar.
 • Vökvar, t.d. sjampó, krem eða sápukúlur.
 • Lyf, t.d. vítamín, hálsbrjóstsykur eða smyrsl.
 • Brothættir hlutir, t.d. speglar eða postulínsdúkkur.
 • Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.