Unnið að frágangi við kirkjugarð
Eins og margir vita þá er verið að undirbúa nýjan kirkjugarð fyrir Hafnarbúa. Garðurinn verður staðsettur við hliðina á þeim gamla, en nýi gaðurinn verður rúmum metra lægri en sá eldri. Vegna þess þá þó nokkur fallhætta.
Byrjað var í dag að koma fyrir staurum á brún gamla garðsins til að varna því að detta ekki fram af. Í staurunum verða einnig innbyggð ljós og lífgar það upp garðinn og verður mikil prýði af.
Olgeir Jóhannesson stjórnar greftri og mun hann ásamt Finni Jónssyni og Erni ‘Bróa’ Arnarsyni koma staurunum fyrir. Er vonast eftir því að staurarnir með lýsingu verða komnir í gagnið á allra næstu dögum eða vikum
Hægt er að sjá myndir hér af þróun hins nýja garðs.