All posts by Prestarnir skrifa

Myndasafn

Við prestarnir, ásamt öðru starfsfólki, ætlum að birta myndir úr starfinu hér á síðunni. Eftir að hafa skoðað allflesta möguleika sem voru í boði þá fannst okkur henta best að búa til aðgang á myndasíðunni Flickr. Við munum því setja tengil inná síðuna þegar við setjum inn nýjar myndir. Við munum reyna að vera dugleg að birta nýjar myndir og því um að gera að fylgjast með.

Við höfum nú þegar sett inn eitt myndasafn en það er úr guðsþjónustu sem haldin var í Stafafellskirkju í ágúst þegar vígslubiskupinn okkar hann Kristján Valur Ingólfsson heimsótti okkur. Með honum var Benedikt sonur hans en hann er hefur náð gríðarlega góðum árangri í söng í Evrópu og stefnir enn hærra.

Tengillinn á myndasíðuna er http://www.flickr.com/photos/bjarnanesprestakall/

 

Svo megið þið endilega bæta okkur við á “contact” listann ykkar þið sem eru með Flickr-síðu.

Ný heimasíða Bjarnanesprestakalls farin í loftið

Jæja góða fólk, þá er búið að færa Bjarnanesprestkall inní 21. öldina. Eftir miklar bollaleggingar var ákveðið að smíða heimasíðu frá grunni og því er síðan svolitið einföld til að byrja með á meðan byggingartíma stendur.

Rétt eins og Gulli í þáttunum Gulli byggir þá förum við ofaní kjölinn á öllum málum sem viðkoma svona smíðavinnu og því getur síðan tekið þónokkrum útlitsbreytingum næstu vikurnar.

Svo þegar við verðum orðnir ánægðir með það sem við verðum með í höndunum þá munu útlitsbreytingar minnka og fréttir, myndir og allskyns upplýsingar fara flæða inná síðuna.