Category Archives: Bjarnanessókn

Nýr prestur í Bjarnanesprestakalli

Síðastliðinn föstudag kom kjörnefnd Bjarnanesprestkalls saman til fundar en þá höfðu umsækjendur um stöðu prests í prestakallinu verið boðaðir í viðtöl. Umsækjendurnir fengu að kynna sig og sín mál, og í framhaldinu fór fram leynileg kosning. Niðurstöðurnar voru svo sendar til biskups til samþykktar.

maria-rut
María Rut Baldursdóttir

Skemmst er frá því að segja að biskup hefur samþykkt að ráða skuli Maríu Rut Baldursdóttur í stöðu prests í hálfri stöðu og mun hún hefja störf í byrjun næsta árs. Um er að ræða viss tímamót því María Rut verður fyrsti skipaði kvenprestur Bjarnanesprestakalls og er það fagnaðarefni.

Sóknarnefndir, sóknarprestur og starfsfólk bjóða Maríu Rut velkomna til starfa og hlakka til að starfa með henni næstu árin. Um leið óska sóknarnefndir hinum umsækjendunum velfarnaðar í þeirra störfum.

Helgihald um jól og áramót – tvær messur falla niður

Nú er jólahelgihald Bjarnanesprestakalls klárt. Verður það með örlitlu breyttu sniði en vegna óviðráðanlegra orsaka falla tvær messur niður. Miðnæturmessa í Hafnarkirkju fellur niður sem og guðsþjónusta í Kálfafellsstaðarkirkju. Suðursveitungum er því boðað sækja messu annað hvort í Hofskirkju eða Brunnhólskirkju. Er beðist innilegrar afsökunar á þessum niðurfellingum.

Helgihald kirknanna má sjá hér fyrir neðan.

jol2016-2

Aðventustundir í Bjarnanesprestakalli

Nú er aðventan á næsta leiti og henni fylgja aðventustundir í öllum sóknum. Á aðventustundunum verða sungnir jólasálmar og lög, kveikt á aðventukertum og hlustað á orð frá ræðumanni.

Unnið er að því að finna ræðumenn og munu nöfn þeirra birtast í næstu blöðum Eystrahorns.

Hér fyrir neðan má sjá tíma- og dagsetningar stundanna, hægt er að smella á myndina til að fá hana stærri.

adventustundir2016

Blundar söngfugl innra með þér?

Núna stendur Samkór Hornafjarðar á ákveðnum tímamótum af því tilefni langar okkur að athuga hvort  þú vilt ekki hoppa á vagninn með okkur og láta langþráðan leyndann draum verða að veruleika og syngja í blönduðum kór.

Samkórinn hefur að skipa úrvals lið áhugasöngmanna sem sungið hafa saman margir hverjir mjög lengi en nú er svo komið að einhverjir eru farnir að huga að því að láta gott heita.

Eins og oft í sjálfboðaliðastarfi sem þessu er gulrót og  gulrótin okkar að þessu sinni utanlandferð haustið 2017 og eru allir starfandi kórfélagar nýjir jafnt sem gamlir velkomnir með okkur í þá ferð.

Í Samkórnum starfa 22 úrvals meðlimir í dag ásamt nýjum kórstjóra, Jörg Sondermann. Allir áhugasamir geta kynnt sér starfið framundann og átt frábærar stundir með góðum félögum á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00 – 22:00. 

Hlökkum til að sjá þig.

Fyrir hönd Samkórs Hornafjarðar

Stjórnin.

Þrír umsækjendur um stöðu prests í hálfri stöðu í Bjarnanesprestkalli

Þann 9. nóvember síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um hálfa starfið í prestkallinu. Mikið hefur verið rætt um þessa stöðu og hafa margir haft áhyggjur af því að enginn myndi sækja um. Nú er ljóst að þrír guðfræðingar sóttu um starfið. Þau eru

  • cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson
  • mag. theol. María Rut Baldursdóttir
  • cand. theol. Sylvía Magnúsdóttir

Næsta skref er að kjörnefnd mun koma saman og ráða ráðum sínum.

Fréttin birtist upphaflega á heimasíðu Þjóðkirkjunnar

Tímamót

20161102_083710000_iosÞann fyrsta nóvember urðu mikil tímamót í Bjarnanesprestakalli þegar sr. Sigurður Kr. Sigurðsson lét af stöfum eftir 21 ár. Fyrir mánuði síðan lét Kristín Jóhannesdóttir af störfum sem organisti en hún hafði í prestakallinu í 20 ár. Við stöðu sóknarprests tók sr. Gunnar Stígur Reynisson en hann hefur starfað við hlið sr. Sigurðar síðan 2012. Jörg Sondermann tók við keflinu af Kristínu en hann hefur m.a. starfað sem organisti í Hveragerði, Selfossi og Húsavík.

20161102_083741000_iosVið þessi tímamót hittust núverandi og fyrrverandi sóknarprestur, ásamt núverandi og fyrrverandi organista í Hafnarkirkju þar sem formleg lyklaafhending fór fram.

Sóknarnefndir í Bjarnanesprestakalli þakka sr. Sigurði og Krístínu fyrir þeirra ómetanlega starf síðustu tvo áratugaina og óskar þeim velfarnaðar í því sem þau munu taka sér fyrir hendur.

Útvarpsmessa 10. júlí 

Í vetur héldu prestar Bjarnanesprestakalls ásamt organista og samkór í Skálholt þar sem tekin var upp útvarpsmessa. Verður henni útvarpað sunnudaginn 10. júlí kl. 11:00. Í messunni þjónaði sr. Sigurður fyrir altari og sr. Stígur prédikaði. Samkór Hornafjarðar söng undir stjórn Kristínar organista en hún sá einnig um undirleik.

Allir eru hvattir til að kveikja á viðtækjunum á sunnudaginn.

Ekki bara leikur!

Fimmtudaginn 9. júní mun sr. Stígur halda fyrirlestur sem hann kallar Ekki bara leikur – Er knattspyrna hin nýju trúarbrögð mannsins?

Knattspyrna og trúarbrögð eiga margt sameiginlegt og því ekki undarlegt að fólk spyrji sig, er þetta sami hluturinn? Kristin trú verður borin saman við knattspyrnu og hin ýmsu tákn og myndir kristinnar trúar. Þannig verður í fyrirlestrinum reynt að komast að niðurstöðu um hvort knattspyrna sé viðbót í hina miklu trúarbragðaflóru heimsins eða bara leikur.

tru-fotbolti3
Smelli á mynd til að sjá stærri

Fyrirlesturinn verður 9. júní kl. 20:00 í Hafnarkirkju. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Er fyrirlesturinn hluti af afmælisdagskrá Hafnarkirkju og Bjarnaneskirkju.