BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Markverðast á árinu 2014

Nú er árið 2014 á enda og nýtt ár hafið. Við tímamót líkt og áramót eru er áhugavert að líta aftur og skoða hið liðna ár, hvað var markverðast og minnistæðast.

Í Bjarnanesprestakalli var nóg um að vera. Messur, guðsþjónustur og aðrar helgar stundir voru fjölmargar og þökkum við öllum þeim sem komu til kirkju og tóku þátt í athöfnunum. Fjölmargar aðrar athafnir fóru fram og hér má sjá tölulegar útskýringar á þeim.

  • Útfarir á árinu 2014 voru fimm talsins.
  • Prestar prestakallsins skírðu 31 barn og er það einu fleira en frá árinu áður.
  • Fermd voru 31 barn í fimm kirkjum.
  • Hjónavígslur framkvæmdar af prestum prestakallsins voru fimm.
Sigurgeir-jonsson
Sigurgeir með nikkuna í Hofskirkju.

Undanfarin ár hefur Krístin oganisti sem hefur séð um tónlist í öllum kirkjum í prestakallinu nema í Hofskirkju í Öræfum en það hefur Sigurgeir Jónsson frá Fagurhólsmýri séð um leik á orgelið í flestum þeim athöfnum sem hafa verið í sveitinni. Það urðu því tímamót þegar Sigurgeir ákvað að hætta í byrjun ár sem organisti í Hofskirkju eftir áratuga starf vegna aldurs. Hann á það þó til að grípa í nikkuna þegar hann er beðinn fallega. Sigurgeiri er þakkað kærlega fyrir hans störf í þágu kirkjunnar og safnaðarnis í Öræfunum.

Nú þegar nýtt ár er hafið bíða spennandi verkefni og það stefnir í gott ár. Prestar, starfsfólk og sóknarnefndir minna svo á að það eru allir velkomnir til kirkju og einfaldast er að fygljast með hægra megin hér á síðunni hvenær næstu athafnir verða.