BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Sr. Karen hefur störf – verður sett inn í embætti 19. mars

Það var mikil hátíðarstund sunnudaginn 12. febrúar þegar sr. Karen Hjartardóttir var sett í embætti í Bjarnanesprestakalli og tveimur dögum síðar var hún mætt til Hafnar þar sem hún mun búa ásamt fjölskyldu sinni þegar þau koma til Hafnar í sumar.

Undanfarnir dagar hafa farið í að kynna sér hvað felst í því að vera prestur hér í prestakallinu og kynnast fólkinu á Höfn sem og í sveitunum.

Sr. Karen verður svo sett inn í embætti 19. mars þegar prófastur kemur og setur hana formlega inn í innsetningarmessu þar sem allir eru velkomnir og er það kjörið tækifæri til að sjá og kynnast nýja prestinum okkar.

Það er ekki annað hægt en að fagna komu hennar hingað og bjóðum við hana og fjölskyldu hennar marg velkomna.