Category Archives: Fréttir

Sálmar sem á að læra í fermingarfræðslu – lög

Til að auðvelda lærdóminn á sálmunum var talað við Samkórinn og þau sungu fyrir okkur sálmana inná upptökutæki og núna er þetta komið á Youtube.

Sálmana sem á að kunna fyrir áramót eru sálmur 56 sem heitir Son Guðs ertu með sanni og sálmur 367 sem heitir Eigi stjörnum ofar.

Son Guðs ertu með sanni: https://www.youtube.com/watch?v=VMM9lsurgiY

Eigi stjörnum ofar: https://www.youtube.com/watch?v=t0CB0sgEnRA

Textana finnið þið á heimasíðu sálmabókarinnar og tengillinn á síðuna er hér hægra megin.

Kórinn tók einnig upp lag fyrir okkur sem á að læra eftir áramót sem heitir Ó, blíði Jesús, blessa þú og er númer 252. Ef þið viljið læra hann strax þá er hægt að finna hann hér: https://www.youtube.com/watch?v=IwR15RRpevM

En munið !! Þið þurfið ekki að kunna að syngja sálmana bara kunna textana, lögin er bara til að hjálpa ykkur að læra þessa texta. En ef þið viljið þá megið þið syngja þá.

Nýjar myndir – framkvæmdir og kirkjur

Eins og margir hafa tekið eftir þá hafa staðið yfir framkvæmdir við nýjan kirkjugarð. Á myndasíðu prestakallsins má sjá myndir af framgangi verksins. Eins og sjá má á myndunum er kominn gríðarlega fallegur grjótveggur en framkvæmdum lýkur á allra næstu dögum.

Einnig sjá á myndasíðunni okkar myndir af flestum kirkjum prestakallsins og á þeim, myndunum altso, bara eftir að fjölga.

 

Slóðin á myndasíðuna er http://www.flickr.com/photos/bjarnanesprestakall/

Messudagar að vori. – Uppfært. Búið að bæta við einum degi

Búið er að ákveða messudaga í vor þar sem foreldrar geta komið með börn sín til fermingar.

Dagsetningar Dagur
30. mars – kl. 11:00 Laugardagur fyrir páska
14. apríl – kl. 11:00 Sunnudagur
28. apríl – kl. 11:00 Sunnudagur
9. maí – kl. 11:00 Uppstigningardagur
19. maí – kl. 11:00 Hvítasunnudagur
2. júní – kl. 14:00 Sjómannadagur

Foreldrar eru beðnir að hafa samband við prestana í síma eða tölvupósti.

 

Uppfært !!

Ákveðið verður verið að bæta Pálmasunnudegi (24. mars) við þá messudaga sem foreldrar geta komið með börn sín til fermingar.

Breyting á námsáætlun í fermingarstarfinu

Eins og þið fenguð að vita í síðasta tíma þá ætlum við að breyta uppröðuninni á því sem á að læra utan að. Það sem á að læra eftir jól á að læra fyrir jól og öfugt þannig að þetta mun líta svona út

 

Fyrir jól Eftir jól
Sálmur nr. 367 Sálmur nr. 252
Sálmur nr. 56 Sálmur nr. 273 – vers 1 og 13
Trúarjátningin Tvöfalda kærleiksboðorðið
Faðir vor Skírnarskipunin
Litla biblían Gullna reglan

Myndasafn

Við prestarnir, ásamt öðru starfsfólki, ætlum að birta myndir úr starfinu hér á síðunni. Eftir að hafa skoðað allflesta möguleika sem voru í boði þá fannst okkur henta best að búa til aðgang á myndasíðunni Flickr. Við munum því setja tengil inná síðuna þegar við setjum inn nýjar myndir. Við munum reyna að vera dugleg að birta nýjar myndir og því um að gera að fylgjast með.

Við höfum nú þegar sett inn eitt myndasafn en það er úr guðsþjónustu sem haldin var í Stafafellskirkju í ágúst þegar vígslubiskupinn okkar hann Kristján Valur Ingólfsson heimsótti okkur. Með honum var Benedikt sonur hans en hann er hefur náð gríðarlega góðum árangri í söng í Evrópu og stefnir enn hærra.

Tengillinn á myndasíðuna er http://www.flickr.com/photos/bjarnanesprestakall/

 

Svo megið þið endilega bæta okkur við á “contact” listann ykkar þið sem eru með Flickr-síðu.

Ný heimasíða Bjarnanesprestakalls farin í loftið

Jæja góða fólk, þá er búið að færa Bjarnanesprestkall inní 21. öldina. Eftir miklar bollaleggingar var ákveðið að smíða heimasíðu frá grunni og því er síðan svolitið einföld til að byrja með á meðan byggingartíma stendur.

Rétt eins og Gulli í þáttunum Gulli byggir þá förum við ofaní kjölinn á öllum málum sem viðkoma svona smíðavinnu og því getur síðan tekið þónokkrum útlitsbreytingum næstu vikurnar.

Svo þegar við verðum orðnir ánægðir með það sem við verðum með í höndunum þá munu útlitsbreytingar minnka og fréttir, myndir og allskyns upplýsingar fara flæða inná síðuna.