Category Archives: Hafnarsókn

Bleik messa

Á sunnudaginn 22. október kl. 17:00 verður svokölluð Bleik messa í Hafnarkirkju vegna bleiks mánaðar. Félagar úr Krabbameinsfélagi Suðausturlands taka þátt í messunni og mun Þórhildur G. Kristjánsdóttir flytja reynslusögu.

Kaffi og kruðerí eftir messu og tekið er við frjálsum framlögum til Krabbameinsfélags Suðausturlands.

Allir eru kvattir til að koma í bleiku.

 

Ekkert barn útundan

Hjálparstarf kirkjunnar styður efnalitlar fjölskyldur í upphafi skólaárs.

Skólataska, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til á haustin sem og kostnað vegna námsgagna þar sem greiða þarf fyrir þau.

Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör geta leitað stuðnings hjá Hjálparstarfinu við að útbúa börnin í skólann. Hjálparstarfið er á Háaleitisbraut númer 66, neðri hæð Grensáskirkju. Það er opið frá 8 – 16 á virkum dögum.

Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá hjálparstarfinu og er búist við svipuðum fjölda umsókna um stuðning nú. Efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum.  Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla.

Nú er safnað fyrir verkefninu og hefur verið stofnaður valgreiðslukrafa með skýringunni Styrkur í heimabanka landsmanna að uphæð 2.600 krónur en einnig er hægt að senda sms í símanúmerið 1900 með textanum Styrkur og þá gjaldfærast 1.300 krónur af næsta símreikningi.

Messur á hvítasunnudag

Tvær messur verða á hvítasunnudag. Hátíðarmessa verður í Hafnarkirkju kl. 11:00 þar sem fjögur börn verða fermd og svo verður hátíðarmessa í Hofskirkju í Öræfum kl. 14:30 þar sem eitt barn verður fermt, sem og eitt barn skírt.

Það eru auðvitað allir velkomnir í þessar athafnir og er fólk hvatt til að mæta.

Dagur aldraðra á uppstigningardegi

Uppstigningardagur verður haldinn á fimmtudaginn og um leið haldið upp á dag aldraðra um allt land. Í tilefni þess verður Guðsþjónusta á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Skjólgarði. Í guðsþjónustunni munu Gleðigjafa, kór eldri borgara, synga sálma og ritningarlestur og hugleiðing verður einnigí höndum eldri borgara. Aðstandendur íbúa Skjólgarðs eru hvattir til að mæta.

Færeyingar heimsækja íslensku kirkjuna

Dagana 18. til 26. apríl ferðast 12 Færeyingar úr Þjóðkirkjunni í Færeyjum í kringum Ísland, þar sem þeir halda samkomur í kirkjum. Með hópnum koma tveir færeyskir prestar, sem fararstjórar – Sverri Steinhólm, sem er sjúkrahús- og fangelsisprestur í Þórshöfn og Bergur D. Joensen, sem er sóknarprestur í Þórshöfn. Sverri og Bergur hafa komið til Íslands og haldið færeyskar guðsþjónustur í Reykjavík margsinnis.

Hópurinn hefur haft samband við íslenska presta og er ætlunin at hitta íslenska biskupinn, Agnesi M. Sigurðardóttur. Helstu tengiliðir Færeyinganna í ferðinni eru Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum og Ragnar Snær Karlsson í Reykjavík.

Þau, sem koma frá Færeyum, eru nemar í færeyskum kirkjuskóla, sem heitir PODAS Ekklesias, sem á grísku merkir kirkjufætur. Skólinn kennir nemunum að sitja við fætur Jesú og þjóna við fætur náungans.

Um 100 Færeyingar hafa verið í PODAS Ekklesias síðan 2008, er skólin byrjaði. Skólinn nær yfir um 4 ár og fólk fær tveggja tíma kennslu á viku. Þau sem koma til Íslands – 5 konur og 7 karlar – eru öll á besta aldri. Eitt þeirra raunar ungt að árum.

Ætlunin er að heilsa uppá Íslendinga og hnýta vinabönd og efla ennfrekar góð samskipti milli Færeyja og Íslands.

Færeyingar hafa alltaf litið upp til Íslendinga og geta margt lært af vinnusemi þeirra og þolgæði eins og af virðingu þeirra fyrir máli og menningu.

Mun hópurinn halda samkomu á Höfn:

Þriðjud. 25. apríl: Hafnarkirkja kl. 20.00

Við vonum að við hittum marga Íslendinga!

Verið öll velkomin!

Fyrir hönd Íslandsfaranna,

Sverri Steinhólm
B
ergur D. Joensen

Kyrrðarstundir á föstu

Kyrrðarstundir verða alla miðvikudaga klukkan 18:15 í Hafnarkirkju frá 1. mars- 12.apríl. Róleg og notaleg stund fyrir alla.

Fastan hófst á öskudaginn og lýkur á páskum. Á föstunni er verið að minna okkur á þá 40 daga sem Jesús fastaði í eyðimörkinni. Fastan miðar að dauða Jesú og er undirbúningstími kristinna safnaða og þeir íhugi þá atburði sem leiddu til aftöku Jesú á föstudeginum langa.

Kyrrðarstundirnar eru með því sniði að lesnar eru bænir, sungnir sálmar og lestur úr píslasögu Jesú ásamt Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Hægt er að senda bænarefni í formi fyrirbæna á netfangið maria.ba@kirkjan.is 

Við hvetjum ykkur til að koma til kirkju og nota föstutímann til íhugunar, uppbyggingar og trúarstyrkingar.

Verið velkomin

 

 

Gjöf til Hafnarkirkju

Nýverið barst Hafnarkirkju gjöf. Var það í tilefni 50 ára vígsluafmælis kirkjunnar á síðasta ári. Um er að ræða moldarker, eða fósturjarðartrog eins og hagleiksmaðurinn Ragnar Imsland nefndi gripinn og verður það notað við útfarir. Er gjöfin

Til minningar um hjónin frá Ytra – Lóni á Langanesi Jón Jónasson f. 18.12.1878 d. 10.7.1968 og Stefaníu Arnfríði Friðriksdóttur f. 18.1.1891 d. 12.12.1967. Blessuð sé minning þeirra. Júlía Imsland

eins og stendur á skildinum sem festur er við trogið. Færir sóknarnefnd og prestar Júlíu miklar þakkir fyrir gjöfina enda var gamla fatan orðin lúin og mun því setjast í helgan stein eftir vel unnin störf síðustu ár.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af troginu. Er fólk beðið að taka eftir öllum smáatriðunum, þ.á.m. hvernig rekunni er komið haganlega fyrir.

Flickr Album Gallery Powered By: Weblizar