Sálmar sem á að læra í fermingarfræðslu – lög
Til að auðvelda lærdóminn á sálmunum var talað við Samkórinn og þau sungu fyrir okkur sálmana inná upptökutæki og núna er þetta komið á Youtube.
Sálmana sem á að kunna fyrir áramót eru sálmur 56 sem heitir Son Guðs ertu með sanni og sálmur 367 sem heitir Eigi stjörnum ofar.
Son Guðs ertu með sanni: https://www.youtube.com/watch?v=VMM9lsurgiY
Eigi stjörnum ofar: https://www.youtube.com/watch?v=t0CB0sgEnRA
Textana finnið þið á heimasíðu sálmabókarinnar og tengillinn á síðuna er hér hægra megin.
Kórinn tók einnig upp lag fyrir okkur sem á að læra eftir áramót sem heitir Ó, blíði Jesús, blessa þú og er númer 252. Ef þið viljið læra hann strax þá er hægt að finna hann hér: https://www.youtube.com/watch?v=IwR15RRpevM
En munið !! Þið þurfið ekki að kunna að syngja sálmana bara kunna textana, lögin er bara til að hjálpa ykkur að læra þessa texta. En ef þið viljið þá megið þið syngja þá.