Athafnir

Þjóðkirkjan veitir einstaklingum og samfélögum þjónustu með virkri nærveru á stóru stundum lífsins, í gleði og sorg, með helgihaldi og athöfnum. Guðsþjónustur helgidaganna og helgar athafnir þjóðkirkjunnar, svo sem skírn, ferming, hjónavígsla, útför, eru áningarstaðir á lífsins leið, með veganesti orðs og atferlis sem styrkja samfélagið milli fólks og kynslóða og efla von og lífsþrótt. Þar verður hin opna þjóðkirkja sýnileg, með sína löngu hefð og sögu og sterka framtíðarsýn í ljósi Jesú Krists.

Til að bóka prestsþjónustu við athöfn í Bjarnanesprestakalli er hægt að hringja í vaktsíma presta 894-8881 eða hafa samband beint við prestana í gengum tölvupóst eða síma.

Gjaldskrá miðast við það sem gefið er út af Innanríkisráðuneytinu í það skiptið. Upphæðin getur hækkað ef akstur bætist við athöfnina. í dag er gjaldskráin á þessa leið:

  • Skírn utan hefðbundins messutíma 6.701 kr,
  • Fermingarfræðsla 19.146 kr.
  • Hjónavígsla 12.445 kr.
  • Útför 24.890 kr.
  • Kistulagning 7.658 kr.
  • Athöfn við jarðsetningu duftkers 7.658 kr.

Nánar um hverja athöfn má sjá hér fyrir neðan

Skírn
Fermingarfræðsla
Hjónavígsla
Útför