Sandfell

Sandfell (1)Sandfell er landnámsjörð. Þar bjó fyrst Þorgerður, ekkja Ásbjarnar Heyangurs-Bjarnarsonar, ásamt sonum sínum. Í Landnámu segir: “En það var mælt at kona skyldi eigi víðara nema land en leiða mætti kvígu tvævetra várlangan dag sólsetra í millim, hálfstalið naut ok haft vel. Því leiddi  Þorgerðr kvígu sína undan Tóptafelli skammt frá Kvíá suðr ok í Kiðjaleit hjá Jökulsfelli fyrir vetan. Þorgerðr nam því land um allt Ingólfshöfðahverfi á millim Kvíár ok Jökulsár (Skeiðarár) ok bjó at Sandfelli.”

Sandfell2
Gömul mynd frá Sandfelli

Fyrir árið 1362 var hálfkirkja í Sandfelli og höfuðkirkja á Rauðalæk. Þá hét byggðin Litlahérað. Eftir eldgosið í Öræfajökli var svæðið nefnt Öræfi og þegar það fór að byggjast upp að nýju, tók kirkjan í Sandfelli við hlutverki Rauðalækjarkirkju. Öræfajökull gaus aftur 1727 og stóð þá yfir messa í Sandfellskirkju.

Bæði 1362 og 1727 komu mikil hlaup úr Öræfajökli og ollu allmiklum skemmdum. Hlaupið 1727 lék Sandfell illa enda kom það  báðum megin jarðarinnar.  Í hlaupinu fórust þrjár manneskjur og fjöldi fjár. Í því hlaupi myndaðist Háalda sem er á milli Hofs og Sandfells og er hún friðlýst. Kirkjan gengdi hlutverki höfuðkirkju allt Sandfell (3)til ársins 1914 þegar hún var rifin og varð þá Hofskirkja sóknarkirkjar Öræfinga, en prestssetrið var enn í Sandfelli til ársins 1931. Síðast var jarðað í Sandfellskirkjugarði árið 1950.

Sennilega hefur bærinn í Sandfelli alltaf staðið á þeim stað sem Þorgerður valdi sér við upphafi byggðarinnar, en bærinn var endurreistur nokkrum sinnum,  en rifinn að lokum 1974. Síðasti presturinn  sem bjó í Sandfelli var sr. Eiríkur Helgason, en hann flutti að Bjarnanesi 1931.

Heimild: Vegagerðin

Fleiri myndir af Sandfelli er að finna á myndasíðunni okkar sem er hér í flipunum að ofan eða á Fickr-síðunni okkar.